Hópar‎ > ‎

Fjarskiptahópur

Fjarskiptahópur Kyndils sérhæfir sig í öryggis og björgunarfjarskiptum. 

Í björgunaraðgerðum skipta góð fjarskipti höfuðmáli og er lögð mikil áhersla á að allur nauðsynlegur fjarskiptabúnaður sé til staðar hjá Kyndli og að félagsmenn fái á þjálfun sem nauðsynleg er til að nota tækin rétt.

Tækjabúnaður Kyndils byggir fyrst og fremst á Tetra hand- og bílstöðvum, VHF hand- og bílstöðvum og SSB (langbylgju) talstöðvum í bílum og bækistöð.

Auk þessa búnaðar hefur Kyndill yfir að ráða Cleartone gáttunarbúnaði sem notaður er til að gátta milli Tetra og VHF þegar þurfa þykir.

Áhugaverðar slóðir


Kyndilsmenn aðstoða við uppsetningu á Tetra endurvarpa í Landmannalaugum í sumar.